Listi

Markaðssetning á frosinni reyktri bleikju á breska smásölumarkaðnum

Verkefnisstjóri: Friðleifur Friðleifsson

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 1.000.000 kr

Upphafsár: 2008

Áætlað lokaár: 2008

Unnið af: Iceland Seafood Ltd UK


Markmið verkefnisins: Að þróa að fullu söluhæfa reykta bleikjuafurð fyrir breska smásölumarkaðinn. Nú þegar selur Iceland Seafood Ltd frosna bleikju inná stærsta breska smásöluaðilann í 300 gr einingum. Varan er seld undir nafninu Icelandic Arctic Charr. Verkefnið snýr að því að auka markaðslega breidd vörunnar með því að bjóða einnig reykta bleikju í smásölupakkningu. Með því að bjóða bleikju bæði í náttúrulega hluta markaðarins og þeim reykta aukast líkurnar á því að tegundin festi sig í sessi hjá neytendum og markaðsaðgangur fyrir íslenska bleikju aukist.Til baka Senda grein

header15


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica