Listi

Rannsóknir á ahrifum Pensíms úr þorski á sýkingarmátt fuglaflensuveira

Verkefnisstjóri: Jón Bragi Bjarnson jonbragi@raunvis.hi.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 700.000 kr

Upphafsár: 2006

Áætlað lokaár: 2007

Unnið af: Raunvísindastofnun HÍ


Markmið verkefnisins:

Meginmarkmið verkefnisins er að fá úr því skorið með forklíniskum rannsóknum hjá alþjóðlega viðurkenndri rannsóknarstofnun í veirufræðum hvort Pensím formúlering getur drepið eða hlutleyst fuglaflensuveirur þannig að þær geti ekki sýkt frumur að meðhöndlun lokinni. Inflúensuveirur nota bindipróteinið HA (hemagluttanin) til að bindast og sýkja frumur manna. Próteinið er í tveimur hlutum, auðkenndir HA1 og HA2. HA1 inniheldur "bindihaus" eða sýkingarstað próteinsins. Í bindihaus HA1 proteinhlutans eru um 20 peptíðtengi sem ensímin okkar geta rofið. Við rof eins eða fleiri peptíðtengja í HA1 getur bindigeta veirunnar minnkað eða horfið með öllu og þar með sýkingarmáttur hennar og einkum "endursýkingarmáttur", þ.e. þegar veira fer frá einni mannafrumu til annarrar. Um það fjallar þetta smáverkefni, þ.e. hvort meðhöndlun veirunnar með Pensími veldur minnkun sýkingarmáttar hennar, og jafnframt hvort sýkingarmáttur veirunnar hverfur jafnvel með öllu við ensímmeðferðina.

Tilvísunarnúmer AVS: S 039-06

Frétt birtist um verkefnið 4. janúar 2008

Verkefninu er lokið

Til baka Senda grein

header16


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica