Undirbúningur og upphaf markaðssetningar á stoðefni unnu úr fiskipróteinum
Verkefnisstjóri: Guðmundur F. Sigurjónsson hjá Kerecis ehf
Verkefni til 1 árs
Upphæð styrks 2010: 6.000.000 kr
Upphafsár: 2010
Áætlað lokaár: 2011
Unnið af: Kerecis ehf,
Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að undirbúa og hefja markaðssetningu á nýju meðhöndlunarefni á sköðuðum vef – „Kerecis ECM“ sem unnið er unnið úr fiskipróteinum. Meðhöndlunarefnið er lagt á skaðaðan vef t.d. þrálát sár og hulið með sáraumbúðum. Æðar vaxa inn í efnið og frumur setjast í stoðefnið sem svo brotnar niður með tímanum þannig að eftir stendur fullburða vefur. Varan keppir við sambærilega vöru sem unnin er úr svínaþörmum.
Tilvísunarnúmer AVS: R 097-10