Listi

Röntgen stýrður beingarðs- og flakaskurður

Verkefnisstjóri: Helgi Hjálmarsson hjá Valka ehf

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2010: 7.500.000 kr

Upphafsár: 2010

Áætlað lokaár: 2012

Unnið af: Valka ehf, HB-Grandi hf, Samherji hf og Ný-Fiskur ehf

Markmið verkefnisins: Megin markmið verkefnisins er að geta skorið beingarð á sjálfvirkan hátt úr fiskflökum með umtalsvert betri nýtingu en unnt er að gera í dag með handskurði. Með því að nota röntgen myndavél til að mynda nákvæmlega hvar beinin eru í flakinu er mögulegt að ná betri nýtingu en áður hefur þekkst og auk þess er unnt að tryggja betur að flökin verði beinlaus. Ennfremur er markmið verkefnisins að geta nýtt skurðarbúnaðinn til að útlínu snyrta flakið og ennfremur skera það í bita samkvæmt mismunandi skurðarmynstrum. Töluleg markmið eru að bæta flakanýtingu við beingarðsskurð í þorski um 2-4%, og í ufsa og ýsu flökum um 1-3% og að mannasparnaður við að snyrta 60 flök á mínútu sem svarar til afkasta frá einni hefðbundinni flökunarvél verði 5-7 starfsmenn.

Tilvísunarnúmer AVS: R 089-10Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica