Breytileiki á eiginleikum makríls eftir árstíma og geymsluaðstæðum
Verkefnisstjóri: Sigurjón Arason hjá Matís ohf
Verkefni til 1 árs
Upphæð styrks 2010: 6.000.000 kr
Upphafsár: 2010
Áætlað lokaár: 2011
Unnið af: Matís ohf, Síldarvinnslan hf, Ísfélag Vestmannaeyja hf, HB Grandi hf, Vinnslustöðin hf, Eskja hf, Skinney – Þinganes hf, Samherji hf, Gjögur hf, Loðnuvinnslan hf og Huginn ehf.
Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að byggja upp þekkingargrunn fyrir efna- og vinnslueiginleika makríls (Scomber scomburs, L.) og áhrif ofurkælingar á þessa þætti eftir árstíma. Verkefnið gerir okkur kleift að þekkja betur hráefnið og með markvissum mælingum er hægt að hámarka gæði þess og um leið verðmæti.
Tilvísunarnúmer AVS: R 037-10