-
Luduseidi
Bætt frjóvgun lúðuhrogna
Verkefnisstjóri: Heiðdís Smáradóttir hjá Fiskey ehf
Verkefni til 2 ára
Upphæð styrks 2009: 4.500.000 kr
Upphafsár: 2009
Áætlað lokaár: 2011
Unnið af: Fiskey ehf, Matís ohf, Högskolen Bodö
Markmið verkefnisins: Skilgreina þá þætti sem áhrif hafa á gæði lúðuhrogna m.t.t. frjóvgunarprósentu þeirra og hugsanlega má stjórna. Fylgja á eftir einstökum fiskum yfir hrygningartímann og rannsaka hrogn frá þeim m.t.t. eiginleika og bakteríuflóru. Jafnframt verða notaðar mismunandi aðferðir við frjóvgun hrogna og áhrif þess á frjóvgunarprósentu skoðuð.
Tilvísunarnúmer AVS: R 045-09
Frétt birtist um verkefnið 26. ágúst 2010