Listi
  • Börkur NK
    Börkur NK-122
    Er eitt þeirra skipa sem þátt tekur í verkefninu

Aukið verðmæti uppsjávarfisks - bætt kælitækni

Verkefnisstjóri: Björn Margeirsson

Verkefni til 3 ára

Upphæð styrks 2008: 6.900.000 kr

Upphæð styrks 2009: 6.800.000 kr

Upphafsár: 2008

Áætlað lokaár: 2011

Unnið af: Matís ohf, Síldarvinnslan hf, Skinney Þinganes hf

Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að leggja grunn að nýrri aðferð við kælingu og geymslu uppsjávarfiska um borð í nótaskipum. Aðferðinni er ætlað að lækka orkukostnað og auka geymsluþol og bæta þar með gæði á lönduðu hráefni uppsjávarfiska. Betri gæði fást með betri kælingu og með því að ná stjórn á saltupptöku í hráefninu. Minnkandi veiði og kvótatakmarkanir knýja á um hærra verð fyrir landaðan afla.

Markmiðið er að ásigkomulagið á lönduðum afla verði það gott að hann verði nýtilegur í vörur sem ætlaðar eru til manneldis. Til að svo megi verða þarf að nýta alla eðliseiginleika holdsins, svo sem bragðgæði, vatnsheldni, geleiginleika, yfirborðsvirkni og næringagildi. Ætlunin er að ná þessu fram með blöndun hjálparefna í kælivatn á slægðum fiski sem tryggir geymslu undir 0 °C.

Tilvísunarnúmer AVS: R 051-08


Frétt birtist um verkefnið 15. september 2008

Frétt birtist um verkefnið 15. september 2009


Skýrsla: CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Til baka Senda grein

header15


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica