Listi

Verðmæti og öryggi íslensks fiskimjöls

Verkefnisstjóri: Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís ohf

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2008: 7.800.000 kr

Upphæð styrks 2009: 7.900.000 kr

Upphafsár: 2008

Áætlað lokaár: 2010

Unnið af: Matís ohf, Síldarvinnslan hf, Vinnslustöðin hf

Markmið verkefnisins: Að sýna fram á raunverulegt innihald af hættulegu (þ.e.a.s. eitruðu) arseni í íslensku fiskimjöli. Niðurstöðurnar á m.a. að nýta sem innlegg frá Íslandi þegar alþjóðleg hámarksgildi fyrir arsen eru ákvörðuð í sérfræðinganefndum Efnahagssambandsins og við áhættumat t.d. hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA). Niðurstöðurnar geta einnig nýst til að verja hagsmuni einnar af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar og tryggja verðmæti íslensk fiskimjöls til framtíðar. Markmiðið er að þróa efnagreiningaraðferðir sem geta greint bæði eitruð og hættulaus efnaform arsens í fiskimjöli en ekki bara heildarmagn arsens eins og gert er í dag sem gefur ranga mynd af þeirri hættu sem stafar af arseni í fiskimjöli.

Tilvísunarnúmer AVS: R 048-08


Frétt birtist um verkefnið 11. september 2009

Til baka Senda grein

header19


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica