Listi
  • Thorskflok_i_bakka
    Thorskflok_i_bakka

Sameindafræðileg rannsókn á fjölbreytileika bakteríusamfélags í vinnsluumhverfi og skemmdarferli kældra fiskafurða

Verkefnisstjóri: Viggó Marteinsson

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2007: 3.400.000 kr

Upphæð styrks 2008: 3.500.000 kr

Upphafsár: 2007

Áætlað lokaár: 2009

Unnið af: Matís ohf, HB Grandi hf, FISK Seafood hf, Fram Foods á Íslandi hf

Markmið verkefnisins:

Markmið verkefnisins er að kanna vistfræðilegt mikilvægi þekktra skemmdarbaktería, sýkla og annarra lítið rannsakaðra og/eða óræktanlegra baktería í sjávarafurðum. Að kortleggja breytingar á bakteríusamfélaginu við vinnslu og geymslu ferskra sjávarafurða við ofurkældar aðstæður (superchilling) og við mismunandi geymsluskilyrði. Með það að leiðarljósi að auka heilnæmi afurðanna og auka þekkingu á skemmdarferli fisks. Slíkar upplýsingar eru ómetanlegar bæði hvað varðar áhættugreiningu (risk assessment) og geymsluþolsspá afurða.

Tilvísunarnúmer AVS: R 069-07


Ritrýnd grein: Bacterial composition and succession during storage of North-Atlantic cod (Gadus morhua) at superchilled temperatures.

Frétt birtist um verkefni 24.06.2010

Nánari upplýsingar fást um verkefnið hjá Dr. Eyjólfi Reynissyni hjá Matís ohf, en doktorsnám hans tengdist þessu verkefni.

Til baka Senda grein

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica