Listi
  • Humar
    Humar

Vöðvadrep í leturhumri (Skyrhumar)

Verkefnisstjóri: Guðmundur H. Gunnarsson

Verkefni til 3 ára

Upphæð styrks 2007: 3.300.000 kr

Upphæð styrks 2008: 2.100.000 kr

Upphæð styrks 2009: 2.400.000 kr

Upphafsár: 2007

Áætlað lokaár: 2010

Unnið af: Matís ohf, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hafrannsóknastofnun og Skinney-Þinganes hf

Markmið verkefnisins:

Vöðvadrep í leturhumri (skyrhumar) hefur aukist verulega og er nú í ákveðnum tilvikum í meirihluta afla. Vöðvadrep dregur mjög úr bragð- og áferðargæðum leturhumars. Sé ekki brugðist hratt við geta mikilvægir markaðir tapast. Einnig er óljóst hvaða líffræðilegu áhrif vöðvadrepið hefur á leturhumarstofninn. Markmiðið er að skilgreina ástæður vöðvadreps í leturhumri. Til að ná því hefur verið myndaður þverfaglegur hópur vísindamanna og hagsmunaaðila.

Settar eru fram tilgátur að vöðvadrep stafi annað hvort af Hematodinium sýkingu eða streitu. Þegar ástæður vöðvadrepsins hafa verið skilgreindar verða breytur, bæði í umhverfi og við veiðar og vinnslu, sem áhrif geta haft á tíðni vöðvadrepsins skoðaðar. Út frá því verða síðan lagðar fram tillögur um hvernig draga megi úr vöðvadrepi bæði með veiðistjórnun og breyttum veiði- og vinnsluaðferðum á leturhumri.  

Tilvísunarnúmer AVS: R 050-07


Fréttatilkynning:

Verkefninu Vöðvadrep í leturhumri er lokið. Tilgangur þess var að safna gögnum og skilgreina lausnir til að draga úr vöðvadrepi í leturhumri. Slíkt vöðvadrep hafði aukist mjög á síðustu árum án skýrrar ástæðu.

Í upphafi var gert ráð fyrir að líkleg ástæða vöðvadrepsins væri Hematodinium sýking í stofninum en slík sýking hefur valdið töluverðum áföllum í skoska leturhumarstofninum. Staðfest var að ekki voru tengsl milli Hematodinium sýkingar og vöðvadreps. Í framhaldinu varð því að breyta áherslum verkefnisins. Með ítarlegum formfræðirannsóknum á leturhumri tókst að tengja vöðvadrepið við ensímvirkni í hepatopancrea leturhumars. Byggt á þeim niðurstöðum var unnin skilgreining lausna til að draga úr tíðni vöðvadrepsins. Með bættri kælingu og meðhöndlun með ensímhindra hefur tekist að draga verulega úr vöðvadrepi í leturhumri bæta þannig gæði og auka verðmæti hans.

Verkefnið var unnið í samvinnu fyrirtækja í humarveiðum og vinnslu, Ramma í Þorlákshöfn, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Skinneyjar/Þinganess á Höfn, Hafrannsóknastofnun, Háskólans í Glasgow og Matís ohf sem stjórnaði verkefninu.

Nýtt verkefni er tekið við af þessu: Lágmörkun vöðvadreps í leturhumri með ensímhindrun og undirkælingu (R 052-10)

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica