Listi
  • Eldiiskví
    Eldiskví

Þróun iðnaðarvædds þorskeldis: Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði

Verkefnisstjóri: Þorleifur Ágústsson, hjá Matís ohf á Ísafirði

Verkefni til 3 ára

Upphæð styrks 2006: 6.900.000 kr

Upphæð styrks 2007: 6.900.000 kr

Upphæð styrks 2008: 6.900.000 kr

Upphafsár: 2006

Áætlað lokaár: 2009

Samstarfsaðilar: Matís ohf, Hafrannsóknastofnun, Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf, Náttúrustofa Vestfjarða, Hólaskóli, Prókaria ehf og Göteborg University

Markmið verkefnisins:

Verkefnið hefur nýsköpun í þorskeldistækni að meginmarkmiði. Ljós og ljóslota er öflugur umhverfisstýriþáttur bæði hvað varðar vöxt og kynþroska fiska. Með notkun nýrrar gerðar ljósa (cold cathode), sem gefa frá sér eina bylgjulengd sem dreifist betur um vatnsfasann en hefðbundin ljós, verður hægt að hafa áhrif á lykilatriði í þroskunarferli þorsks í sjókvíum.

Markmið verkefnisins er að nýta þessa tækni til að ná fram bættum vaxtarhraða og seinkun kynþroska. Ljósastýrð vaxtarhvatning myndi bæta fóðurnýtingu og stytta eldistímann og þar með einnig minnka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Seinkun eða hindrun kynþroska eykur gæði eldisþorsks og samantekið mun verkefnið því stuðla að aukinni hagkvæmni og framlegð í þorskeldi.

Tilvísunarnúmer AVS: R 012-06

Frétt birtist um verkefnið 18. september 2008
Frétt birtist um verkefnið 14. desember 2009

Skýrsla verkefnisins: Þróun iðnaðarvædds þorskeldis: Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði

Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica