Listi
  • Lúðuseiði
    Lúðuseiði
    Mynd úr myndasafni Fiskeyjar hf

Forvarnir í fiskeldi

Verkefnisstjóri: Hélène L. Lauzon, helene@matis.is

Verkefni til 3 ára

Upphæð styrks 2004: 9.400.000 kr

Upphæð styrks 2005: 10.000.000 kr

Upphæð styrks 2006: 6.600.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2007

Samstarfsaðilar: Háskólinn á Akureyri, Tilraunastöð H. Í. Keldum, Hafrannsóknastofnun, Samstarfsverkefni um þorskeldi á Íslandi með áherslu á seiðaeldi og kynbætur, Fiskey ehf., Hólaskóli, Náttúrufræðistofnun Íslands Akureyrarsetur, Raunvísindadeild Háskóla Íslands. og Matís ohf

Markmið verkefnisins:

Meginmarkmið verkefnisins er að auka samkeppnishæfni og hagkvæmni við stríðeldi þorsks og lúðu hér á landi með því að auka lifun hrogna og lirfa og stuðla að auknum vexti lirfa í startfóðrun.

Þetta getur náðst með aukinni þekkingu á líf- og efnafræðilegum þáttum þorsk- og lúðueldisins, jákvæðum sem neikvæðum. Það gefur möguleika á að þróa forvarnaraðferðir til þess að stýra þeim þáttum sem hafa áhrif á afkomu lirfa, skapa þeim æskilegt eldisumhverfi og möguleika til jafnari vaxtar og hámarksnýtingar fæðu.

Verkefninu verður skipt í tvo megin hluta:

HLUTI A: FORVARNIR Í ÞORSKELDI (Hélène L. Lauzon)

HLUTI B: FLOKKUN ÖRVERA – PROBIOTIKA TILRAUNIR (lúða og þorskur) (Rannveig Björnsdóttir)

Tilvísunarnúmer AVS: R 041-04


Fréttir af verkefninu hafa birst á heimasíðu AVS 28.september.2005 , 20.febrúar.2006, 9. október 2006 og 25. mars 2008

Verkefnisstjórar hafa skilað sjóðnum ítarlegum áfangaskýrslum:

Forvarnir í fiskeldi. Skýrslan fjallar um þær tilraunir sem búið er að framkvæma, en hún skiptist í A hluta sem tekur á forvörnum og svo B hluta sem fjallar um flokkun örvera og probiotika tilraunir.

Forvarnir í fiskeldi B-hluti: Flokkun örvera, tilraunir með notkun bætibaktería og próteinmengjarannsóknir. Þetta er lokaskýrsla B-hluta verkefnisins.

Skýrsla A-hluta verkefnisins er lokuð fyrst um sinn, en hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Hélène L. Lauzon, hjá Matís, sími 422 5000

Verkefninu er lokið.

Vísindagrein byggð á niðurstöðum verkefnisins: Isolation of putative probionts from cod rearing environment

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica