Listi

Greining á sýkingarhæfni Listeria monocytogenes stofna sem hafa einangrast úr sjávarafurðum og vinnslurásum þeirra

Article

Verkefnisstjóri: Sigrún Guðmundsdóttir, sigrun@rf.is

Verkefni til 1 ára

Upphæð styrks: 2.500.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Ýmis fiskvinnslufyrirtæki og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Meginmarkmið verkefnisins eru að kanna sýkingarhæfni Listeria monocytogenes stofna sem hafa verið einangraðir úr sjávarafurðum og vinnsluumhverfi þeirra á Íslandi á undaförnum árum. Það verður gert með því að setja upp PFA prófið. Aðferðin verður stöðluð með því að nota Lm stofna sem hafa verið einangraðir úr mönnum á Íslandi. Sýkingarhæfni stofna úr sjávarafurðum verður síðan könnuð, einnig verður athugað hvort sýkingarhæfir stofnar tilheyra sérstökum stofngerðum (klónum). Sérstaklega verður kannað hvort þeir stofnar sem eru viðvarandi í vinnslurásum séu sýkjandi eða ekki.

Tilvísunarnúmer AVS: R 011-04

 

Verkefninu er lokið og hefur verkefnisstjóri skilað inn skýrslu til sjóðsins. Einnig hefur verið birt ritrýnd grein Virulence of Listeria monocytogenes Isolates from Humans and Smoked Salmon, Peeled Shrimp, and Their Processing Environments í Journal of Food protection.

Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica