Listi

PAH- efni í reyktum sjávarafurðum

Verkefnisstjóri: Helga Halldórsdóttir, helga@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 2.000.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2006

Samstarfsaðilar: Ýmsir framleiðendur reyktra afurða og Rannsóknastofna fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Aðalmarkmið verkefnis verður að kanna tilvist PAH efna í reyktum sjávarafurðum en reykt matvæli geta mengast af PAH efnum sem myndast við reykingu. Blikur eru á lofti hjá Evrópusambandinu um að sett verði hámarksgildi fyrir PAH efni í reyktum fiski. Þetta á einkum við um benz[a]pyren (BaP) sem er eitt mest krabbameinsvaldandi af þessum efnum.  10 framleiðendur á reyktum fiski og fiskafurðum taka þátt í verkefninu með því að senda inn sýni af sínum vörum.  Hvert sýni samanstendur af 10 einingum af tiltekinni vöru.  Alls verða sýni af reyktum fiski og fiskafurðum um 20.  Þarna er um að ræða 7 vörutegundir en af þeim er laxinn algengastur.  A.m.k. helmingur þátttakenda framleiðir fyrir utanlandsmarkað.  Til þess að fá betri hugmynd um inntöku Íslendinga á þessum efnum verða einnig skoðaðar algengar reyktar íslenskar kjötvörur.  Hér er ætlunin að velja þær matvörur í fæðu Íslendinga sem taldar eru helstu uppsprettur PAH efna.  Skoðað verður hangikjöt, skinka og pylsur frá um 2-3 framleiðendum.  Heildarfjöldi sýna verður því um 30.   

Tilvísunarnr. AVS: R 021-04 

Frétt birtist um verkefnið  16.11.2004

Verkefninu er lokið og hefur verkefnisstjóri þess skilað inn skýrslu til sjóðsins


Skýrslan fjallar um styrkt PAH efna í nokkrum sjávarafurðum, en einnig voru samtímis sömu efni mæld í nokkrum kjötvörum.: PAH efni í reyktum sjávarafurðum mæld með HPLC-UVF

Til baka Senda grein

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica