Listi

Nokun fiskpróteina í flakavinnslu

Verkefnisstjóri: Kristín Anna Þórarinsdóttir, kristin@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 3.750.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Brim hf og Rannsóknastofna fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Meginmarkmið verkefnisins er að auka verðmæti afskurðar sem til fellur við fiskvinnslu og hráefnis sem nýtt hefur verið í verðminni afurðir. Skoða á leiðir til að koma því aukahráefni í verðmeiri afurðir eins og flakabita. Það verður gert með því að smækka vöðvann og sprauta honum í flakabita og með því að nota próteinafurðir, s.s. próteinduft sem unnið hefur verið úr aukahráefni. Vinnsla eða einangrun fiskpróteina er í þróun en lítið hefur verið gert af því að meta áhrif af notkun þeirra í fiskafurðum.  Rannsaka þarf :

· hvaða áhrif smækkun vöðva hefur á eiginleika próteina og hvernig stöðugleika þeirra í lausn sé best við haldið. 

· hvernig uppruni (fisktegund) hefur áhrif á árangur af notkun próteina.

· hvaða eiginleika fiskprótein (próteinduft, smækkaður vöðvi) hafa í afurðum. 

· hvaða áhrif notkun annarra íblöndunarefna (t.d. fosfats, salts) samhliða fiskpróteinum hefur.

Leitast verður við að yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum matvælaiðnaðar, einkum kjötiðnaði þar sem notkun t.a.m. sojapróteina er vel þekkt. 

Tilvísunarnúmer R 025-04

 

Þessu verkefni var haldið áfram sem "Notkun fiskpróteina í flakavinnslu" R 027-05

Til baka Senda grein

header4


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica