Listi

Kolmunni í verðmætar afurðir

Verkefnisstjóri: Guðjón Þorkelsson, gudjont@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 4.000.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2004

Samstarfsaðilar: Samherji hf, Síldarvinnslan hf. og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins:

Markmið verkefnisins er að finna hentugustu leiðir til að koma með kolmunna að landi eða lengja geymsluþol hans fyrir vinnslu um borð í veiðiskipum þannig að ásigkomulag sé ásættanlegt þannig að hann verði nýtilegur í vörur sem ætlaðar eru til manneldis.

Kolmunni

 

 

 

 

Kolmunni © Jón Baldur Hlíðberg, www.fauna.is

Markmið verkefnisins er að þróa nýtt vinnsluferli kolmunna á sjó. Vinnsluferlið felur í sér flokkun hausun, slægingu og kælingu með íblöndunarefnum. Markmið ferlisins er að ná fram réttum gæðum á hráefninu fyrir landvinnslu eða að lengja biðtíma hráefnisins fyrir sjóvinnslu. Ætlunin er að auka gæði kolmunna þannig að hægt sé að nýta hann í verðmætari afurðir en nú er gert. Til þess að það sé mögulegt þarf að endurskoða vinnsluferli um borð í veiðiskipum, þ.e. frá veiðum og þar til afla er landað. Skoðuð verða gæði hráefnis úr hinu nýja vinnsluferli m.t.t. notkunar í:

  • Surimivinnslu - hefðbundin
  • Surimivinnsla - Hultin
  • Þurrkun
  • Blokkavinnsla/fiskstautar
  • Söltun

Sett verða upp litlir (ca 600 L) tilraunatankar um borð í veiðiskip.  Í þeim verða hólf fyrir hráefni af mismunandi gæðum og við mismunandi geymslutíma.  Tankarnir verða tengdir kælikerfi með sérútbúinni kæliblöndu. Gerðar verða vinnsluprufur miðað við eftirfarandi breytur:

hita, geymslutíma, togtíma, slægingaraðferð, dælingu og hugsanlega fleiri þætti.

Tilvísunarnúmer AVS: R 043-04

 

Frétt birtist um verkefnið 13. febrúar 2007

Verkefninu er lokið og hefur verkefnisstjóri skilað skýrslu til sjóðsins: Kolmunni í verðmætar sjávarafurðir

Til baka Senda grein

header4


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica