Listi
  • Þorskur
    Svangur eldisþorskur

Próteinþörf þorsks

Article

Verkefnisstjóri: Rannveig Björnsdóttir, rannveig@rf.is

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2004: 4.650.000 kr

Upphæð styrks 2005: 3.400.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2006

Samstarfsaðilar: Fóðurverksmiðjan Laxá, Háskólinn á Akureyri, Hólaskóli, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Hafrannsóknastofnunin og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að leita leiða til þess að lækka fóðurkostnað í þorskeldi með því að ákvarða það próteinmagn sem þorskur á ákveðnum aldursstigum þarf á að halda. Markmiðinu verður náð með því að rannsaka lágmarks-próteinþörf (prótein úr hágæða loðnumjöli) í fóður fyrir tvo aldursflokka af þorski, ca. 15-100g og 500-1000g. Rannsökuð verða áhrif fóðursamsetningar á vaxtarhraða og heilbrigði fisksins, meltanleika próteina í fóðri, lifrarhlutfall og efnainnihald og eiginleika holds. Fóðrið þarf að innihalda rétt hlutfall næringarefna fyrir eldisþorsk þannig að fiskurinn vaxi hratt, fóðurnýting sé ásættanleg, fiskurinn sé heilbrigður og að umhverfið hljóti sem minnstan skaða af. Eðliseiginleikar fóðursins þurfa einnig að vera sambærilegir við hefðbundið fóður.

Tilvísunarnúmer AVS: R 039-04

Frétt birtist um verkfnið 21.11.2006

Verkefninu er lokið og hefur verkefnisstjóri verkefnisins skilað inn skýrslu "Protein requirements of farmaed cod"

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica