Listi
  • Bleikja
    bleikjumynd

Verkefnisstjórnun fiskeldishóps AVS

Verkefnisstjóri: Valdimar Ingi Gunnarsson, valdimar@sjavarutvegur.is

Verkefni til 1 árs í senn

Upphæð styrks 2004: 3.400.000 kr

Upphæð styrks 2005: 2.600.000 kr

Upphæð styrks 2006: 4.300.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2006

Samstarfsaðilar: Stjórn AVS, faghópar AVS og Hafrannsóknastofnun

Markmið verkefnisins:

Markmið með starfi Fiskeldishóps AVS er að:

-   Vera tengiliður við sjávarútvegsráðuneytið og stjórn AVS rannsóknasjóðs.

-        Hafa forustu um starf faghópa sem kallaðir yrðu til álits á helstu áherslusviðum.

-        Afla upplýsinga um samkeppnishæfni fiskeldis á Íslandi.

-        Hafa frumkvæði að reglulegu mati á framgangi  rannsókna- og þróunarvinnu á Íslandi.

 Lagt verður faglegt mat á allar umsóknir er tengjast fiskeldi og berast AVS rannsóknasjóðnum og komið með tillögur um val á verkefnum sem æskilegt er að styrkja. Áframhaldandi vinna með fjórum faghópum sem Fiskeldishópur AVS hefur umsjón með. Heimasíðan fiskeldi.is verður áfram rekin á vegum Fiskeldishóps AVS m.a. til miðla upplýsingum um fiskeldi til vísindamanna og athafnamanna.  

Tekin verður saman skýrsla sem ætlað er að gefna yfirlit yfir stöðu bleikjueldis á Íslandi, samkeppnishæfni og mikilvæg R&Þ verkefni. Haldin verður bleikjuráðstefna um haustið 2006 og Fiskeldishópur AVS mun gefa út stefnumótun fyrir bleikjueldi.

Byrjað verður á því að vinna að undirbúa á nýrri stefnumótun fyrir þorskeldi.  Á þessu ári (2006) verður unnið í samantekt þar sem haft er að leiðarljósi að gera grein fyrir stöðunni hér á landi og í samkeppnislöndum og hvað þarf að gera í R&Þ til að tryggja samkeppnishæfni þorskeldis á Íslandi. 

Tilvísunarnúmer AVS: R 004-06

 

Ráðstefna um bleikju var haldin 27. október 2006

Frétt birtist af verkefninu 2. nóvember 2006

Verkefnisstjóri hefur gefið út skýrslu Staða bleikjueldis á Íslandi, samkeppnishæfni og stefnumótun rannsókna og þróunarstarfs

Til baka Senda grein

header4


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica