Listi

Maren EMT orkustjórnunar- og þjálfunarkerfi

Verkefnisstjóri: Kristinn Arnar Aspelund,

Verkefni til 2 ára.

Upphæð styrks: 2.500.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2004

Samstarfsaðilar: Eskja hf., Fjölás ehf., VSÓ Rannsóknir ehf. og MarOrka ehf.


Markmið verkefnisins: Frumrannsóknir VSÓ Rannsókna benda til að mögulegt sé að ná allt að 10% olíusparnaði um borð í fiskiskipum sem þegar eru í rekstri og allt að 17% sparnaði þegar aðferðafræði og búnaði MarOrku er beitt allt frá hönnun til sjósóknar. Fyrsta afurð rannsóknanna er hönnunarhugbúnaður fyrir orkukerfi, Maren EDT.

Í framhaldi af grunnrannsóknunum verður þróað, framleitt og markaðsfært orkustjórnunar- og þjálfunarkerfið, Maren EMT. Tilgangur kerfisins er að aðstoða skipsstjórnarmenn (skipstjóra, stýrimenn og vélstjóra) við orkustjórnun um borð í skipm og auka þar með verðmætasköpun í sjávarútvegi.  Auk þess að gera útgerðum mögulegt að greina rekstur skipa sinna á markvissari hátt. 

Markmiðið er að rannsaka, þróa, framleiða og markaðsfæra frumgerð Maren EMT, orkustjórnunar- og þjálfunarkerfisins

 

Verkefninu er lokið sjá umfjöllun á heimasíðu 29.03.2005

Til baka Senda grein

header2


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica