Listi

Náttúrleg örverudrepandi efni úr fiskum

Verkefnisstjóri: Guðmundur Hrafn Guðmundsson ,

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks: 1.100.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Karolinska Institutet, Stokkhólmur, Svíþjóð, B.P. lífefni og Háskóli Íslands

Markmið verkefnisins er þríþætt:

1) Einangrun og greining á bakteríudrepandi efnum úr ýmsum líffærum úr þorski svo sem yfirborðsslími, tálknum og milta. Þorskur verður notaðar til að byrja með en eftir uppsetningu aðferðanna er auðvelt að setja upp sama ferli fyrir einangrun bakteríudrepandi efna úr öðrum tegundum fiska og sjávarfangs auk annarra lífvera. Athyglinni verður sérstaklega beint að þeim hluta af fiskinum sem ekki er nýttur í dag. Aðferðir til að greina bakteríudrepandi virkni hafa verið í notkun á rannsóknastofu umsækjenda lengi og unnt er að setja þær upp sem "highthroughput" aðferðir þar sem skimað er í margskonar efnivið.

2) Eftir einangrun, greiningu og flokkun bakteríudrepandi efna verða þróaðar aðferðir til nýtingar þessara efna í matvælaiðnaði og fiskeldi og sem lyf gegn yfirborðssýkingum. Á fyrstu stigum fiskeldis er mikilvægt að koma í veg fyrir sýkingar seiða og hugsanlegt að bakteríudrepandi efni úr fiskum séu nothæf lausn. Örvan þessa kerfis væri sérstaklega áhugaverð. Einnig er hugsanlegt að koma megi í veg fyrir sýkingar í matvælaiðnaði, t.d. við slátrun laxa þar sem Listería er oft vandamál. Þriðji og áhugaverðasti (en um leið sá tímafrekasti) nýtingarmöguleikinn er notkun þessara efna sem lyf gegn yfirborðssýkingum í stað fúkkalyfja.

3) Vinnsla á bakteríudrepandi peptíðum í stærri skala úr líffærum og meltu sem geyma virk nýtanleg efni. Bakteríudrepandi peptíð eru til staðar í vefjum fiska en ekki er enn ljóst hvort unnt er að nýta þau í iðnaði. Ef ofangreindar rannsóknir sýna að unnt er að nýta þessi efni á hagkvæman hátt verða þróaðar aðferðir til að einangra þau á stórum skala úr viðkomandi efnivið.

Tilvísunarnr. AVS: R009-03

Frétt um verkefnið birtist 11.10.2005

Verkefninu er lokið og hefur verkefnisstjóri fengið birta grein um rannsóknir sínar:

Greinin birtist í FEBS Journal Volum 272, Issue 19 Page 4960 - October 2005, þar sem birtar eru niðurstöður verkefnisins

“Isolation and identification of antimicrobial components from the epidermal mucus of Atlantic cod (Gadus morhua)”

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica