Listi

Aukið öryggi í síldarvinnslu m.t.t. Listeria mengunar

Verkefnisstjóri: Sigrún Guðmundsdóttir, sigrun@rf.is

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2003: 1.900.000 kr

Upphæð styrks 2005: 3.000.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og þrír framleiðendur síldarafurða

Markmið verkefnisins:

Markmið verkefnisins er að auka verðmæti síldar til manneldis með því að finna leiðir til að fyrirbyggja mengun af völdum Listeria. Þannig er öryggi og heilnæmi afurðanna til manneldis bætt. Til þess verður notuð PFGE aðferðin til að greina og rekja uppruna bakteríunnar í síldarvinnsluumhverfi. Þessi aðferð gefur besta greiningu til að rekja uppruna.

Markmiðum er náð með því að:

  • Framkvæma þrjár úttektir í vinnsluumhverfi síldar í þremur síldarverksmiðjum (í tveimur landshlutum)
  • Taka sýni úr síldarbátum og sjó
  • Gera samanburð á stofnum úr síld/síldarvinnslu og stofnum úr öðrum matvælum og mönnum, sem hafa verið greindir með PFGE aðferðinni og til eru í Listeria gagnagrunni á Rf
  • Finna og rekja uppruna mengunar
  • Skoða nánar þá staði þar sem Lm einangrast í vinnslunni með tilliti til fyrirbyggjandi aðgerðir

Tilvísunarnr. AVS: R 016-03

 

Verkefninu er lokið og hefur verkefnisstjóri verkefnisins skilað inn skýrslu og leiðbeingum:

Leiðbeiningar: Leiðir til að fyrirbyggja Listeria monocytogenes mengun í matvælvinnslu, Þessar leiðbeiningar eru ætlaðar framleiðendum sjávarafurða, og þá sérstaklega síldarframleiðendum, til að hafa til hliðsjónar þegar ákveða þarf hvað skal gera ef Listeria og þá sérstaklega L. monocytogenes finnst í afurð eða vinnsluumhverfi.


Skýrslan Listeria í síldarvinnslu, fjallar um niðurstöður og framkvæmd verkefnisins.

Til baka Senda grein

header14


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica