Listi
  • Saltfiskur í fiskborði
    Saltfiskur í fiskborði

Aukið verðmæti saltfiskvinnslu

Verkefnisstjóri: Emilía Martinsdóttir, emilia@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 3.000.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2004

Samstarfsaðilar: SÍF og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Lýsing á verkefninu

Breyttar neysluvenjur hafa aukið hlutdeild kældra matvara í vöruframboði erlendra stórmarkaða á undanförnum árum. Til að saltfiskur haldi markaðshlutdeild sinni er nauðsynlegt að hægt sé að selja hann útvatnaðan og að tryggja nægilega langt geymsluþol hans sem kælivöru. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa möguleika á að útvatna og fullvinna saltfisk í neytendapakkningar til að auka verðmætasköpun í saltfiskvinnslu. Afla þarf þekkingar á örveruvexti og skemmdarferlum í útvötnum á saltfiski, m.a. verður kannað hvaða áhrif hráefnisgæði hafa á geymsluþol eftir útvötnun. Sú þekking er grunnur að þróun aðferða til að draga úr örveruvexti og lengja geymsluþol. Áhersla verður lögð á notkun rotvarnarefna og pökkunaraðferðir sem einnig geta hægt á vexti örvera.

Kannað verður hvaða áhrif gaspökkun (MAP) og þá mismunandi samsetning gastegunda í umbúðum hefur á gæði saltfisks. Áhrif samspils fyrrnefndra aðferða, ásamt notkun rotvarnarefna, verða metin m.t.t skynmatseiginleika og geymsluþols afurða. Náist markmið verkefnisins og geymsluþol fisksins verður nægilega langt getur skapast grundvöllur til að útvatna og framleiða saltfiskafurðir á Íslandi sem hægt verður að flytja með skipum á erlenda markaði.

Tilvísunarnr. AVS: R 017-03

Frétt birtist um verkefnið um 13.mars 2006

Verkefninu er lokið og hefur verkefnisstjóri skilað inn skýrslu og fengið birta eina grein.

Skýrslan "Aukið verðmæti í saltfiskvinnslu" ,fjallar um útvötnun á saltfiski, pökkun í loftskiptar umbúðir, notkun kalíum sorbats og sítrónusýru til að lengja geymsluþol.

Grein sem birtist í The Journal of Food Science 2006, "Keeping quality of desalted cod fillets in consumer packs."

Nýtt verkefni, sem er beint framhald af þessu fékk styrk 2005, sjá nánar

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica