Listi
  • Kort
    LosKort

Spálíkan fyrir þorskvinnslu

Verkefnisstjóri: Sigurjón Arason sigurjon@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks 2003: 3.000.000 kr

Upphæð styrks 2005: 3.800.000 kr

Upphæð styrks 2006: 3.800.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2007

Samstarfsaðilar: Samherji hf, Dalvík, Aðgerðagreining, Háskóli Íslands, Vísir hf, Guðmundur Runólfsson hf, FISK Seafood hf og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Verkefnið felur í sér rannsóknar- og þróunarvinnu sem hefur það langtímamarkmið að auka arðsemi þorskvinnslu með lækkun á kostnaði og auknum verðmætum samfara bættri nýtingu. Markmiðinu verður náð með því að kortleggja þá þætti sem hafa áhrif á verðmæti þorskafurða og þróa aðferðir til þess að auka vinnslugæðin. Niðurstöðurnar verða settar upp í líkan sem mun auðvelda ákvarðanir um að velja þau veiðisvæði sem gefa besta fiskinn til vinnslu á hverjum tíma.

Lokaafurð 1. árs verkefnisins verður spálíkan. Með líkaninu má spá fyrir um eiginleika þorsks eftir því hvar hann er veiddur og á hvaða tíma auk mögulega fleiri þátta. Framhaldið er gerð hugbúnaðar út frá líkaninu sem nota má til að stýra þorskveiðum og þorskvinnslu á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Tilvísunarnúmer AVS: R 020-03

Þetta verkefni tengist mjög verkefninu: Verkunarspá - Tengsl hráefnisgæða við vinnslu- og verkunarnýtingu þorskafurða (R 030-04)

Lok verkefnisins Spálíkan þorskvinnslu nálgast. Verulegur árangur hefur náðst í verkefninu og felst hann m.a. í gagnagrunni um ástand þorsks við landið m.t.t. nýtingar, hringorma og loss. Verkefnið hefur einnig lagt grunninn að hugbúnaðargerð sem miða mun að því auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja ákvarðanatöku varðandi veiðar og vinnslu þorsks.

Auk fyrrgreinds árangurs hefur vísindalegur árangur verkefnisins verið verulegur. Sveinn Margeirsson, doktorsnemi og deildarstjóri á Matís hefur nú þegar fengið birtar þrjár ritrýndar greinar upp úr vinnu verkefnisins og vinnur að gerð fleiri greina í samstarfi við doktorsnámsnefnd sína en í henni sitja Guðmundur R. Jónsson, Páll Jensson, Birgir Hrafnkelsson og Sigurjón Arason. Allir leiðbeinendur Sveins eru starfsmenn Véla-og iðnaðarverkfræðideildar HÍ. Sigurjón Arason er auk þess deildarstjóri á Matís eins og mörgum er kunnugt.

Birt hefur verið grein úr verkefninu í Journal of Food Engineering sem nefnist Influencing factors on yield, gaping, bruises and nematodes in cod (Gadus morhua) fillets.  

Greinin er sú fyrsta sem birtist á þessum vettvangi úr doktorsverkefni Sveins Margreirssonar, sem er aðalhöfundur greinarinnar. Aðrar greinar sem Sveinn Margeirsson hefur fengið birtar er hægt að nálgast með því að hafa samband sveinnm hjá matis.is

Doktorsverkefni Sveins tengist þessu verkefni, sem hófst á Rf árið 2003 og áætlað er að ljúki 2007

Verkefninu er lokið, sjá frétt 16. janúar 2008

Til baka Senda grein

header1


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica