Listi
  • Loðnulýsi í majónesi
    Mayonnaise

Loðnulýsi til manneldis

Verkefnisstjóri: Margrét Bragadóttir margret@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 1.500.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: SR mjöl hf, Lýsi hf og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins


Lýsing á verkefninu

Notkunarmöguleikar á loðnulýsi til manneldis eru ókannaðir, en ætla má að þannig mætti skapa ný markaðstækifæri og stórauka verðmæti loðnuafurða. Í þessu verkefni á að kanna hvort hægt sé að nota loðnulýsi til manneldis. Þetta verður gert með því framleiða loðnulýsi með bragðgæði á við matarolíu, jafnaframt því að hafa viðunandi geymsluþol. Við framleiðslu á lýsinu verður lögð áhersla á hæstu möguleg gæði hvað varðar hráefni, vinnslu, hreinsun og geymslu. Gæði og geymsluþol lýsisins verður metið með stöðugleikaprófunum, hefðbundnum þránunarmælingum, skynmati og gasgreiningum þar sem fylgst verður með magni bæði æskilegra og óæskilegra bragðefna í lýsinu. Afrakstur verkefnisins er tillaga að heilsuafurð úr loðnulýsi og jafnframt verður byggð upp færni og þekking við framleiðslu á nýjum afurðum úr lýsi. Með þessu er stefnt að framleiðslu verðmætari afurða úr uppsjávarfiskum eins og loðnu og að skapa ný sóknarfæri fyrir íslenskan lýsis- og matvælaiðnað.

Tilvísunarnr. AVS: R 023-04

Frétt birtist um verkefnið 03.desember 2005

Verkefninu er lokið og hefur verkefnisstjóri skilað skýrslu til sjóðsins.

The potential of using capelin oil for human consumption, skýrslan fjallar um nokkra möguleika á að nýta loðnulýsi í afurðir til manneldis.

Til baka Senda grein

header15


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica