Listi

Lífvirkni í íslensku sjávarfangi

Verkefnisstjóri: Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri, helga@rf.is

Verkefni til 1 árs.

Upphæð styrks: 1.000.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2004

Samstarfsaðilar: Primex ehf., Ensímtækni ehf., Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins


Markmið verkefnisins:

Um er að ræða undirbúningsverkefni fyrir önnur verkefni um vinnslu og markaðssetningu á lífvirkum efnum úr íslensku sjávarfangi. Það er hluti af átaki sem AVS nefndin lagði til og jafnframt framhald af skýrslum sem gerðar hafa verið fyrir Iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Verkefnið fjallar um framleiðslu á markfæði og fæðubótarefni með áherslu á lífvirk efni. Helstu verkþættir eru:

  • að afla aukinnar þekkingar um hráefnisflæði aukaafurða á Íslandi.
  • að meta tæknilega og þekkingarlega getu Íslendinga til að framleiða, selja og rannsaka markfæði, fæðubótarefni og lífvirkni.

Aðilar að verkefninu eru ýmsir sérfræðingar frá Rf, Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands, í samvinnu við aðila sem unnið hafa við vinnslu, sölu og rannsóknir á sviði sjávarlíftækni á Íslandi.

Helstu ávinningur verkefnisins gæti orðið:

  • markvissari þekking á rannsóknum og möguleikum á vinnslu lífvirkra efna á Íslandi og markaði fyrir þau.
  • ný sóknartækifæri, m.a. vegna aukins samstarfs sérfræðinga og fyrirtækja á ýmsum sviðum.
  • samstarf við sérfræðinga í öðrum löndum í þeim tilgangi að öðlast þekkingu og færni á þessu sviði sem ekki er nú til staðar á Íslandi.

Tilvísunarnr. AVS: R 024-03

Frétt um verkefnið birtist 12. september 2005 á heimasíðu AVS. Sjá nánar

Verkefninu er lokið og hefur verkefnissrjórinn skilað inn tveimur skýrslum:

“Lífvirk efni í íslensku sjávarfangi – samantekt” Í þessari skýrslu er að finna samantekt á helstu niðurstöðum er varða möguleika á vinnslu lífvirkra efna úr íslensku sjávarfangi.

“Lífvirk efni úr íslensku sjávarfangi – yfirlitsskýrsla” Þessi skýrsla innheldur yfirlit um lífvirk efni sem fundist hafa í hefðbundnuum sjávarafla bæði í hráefni og eftir vinnslu.Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica