Listi
  • Formflok
    Formflok

Framleiðsla á formuðum fiskbitum og gelblokk úr afskurði og marningi

Verkefnisstjóri: Kristín Anna Þórarinsdóttir, kristin@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 3.000.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Samherji hf á Dalvík og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að þróa vinnsluferli til að framleiða formaða fiskbita með fisklími annars vegar og „límblokk“ hins vegar. Hugmyndin er að nýta verðminni aukaafurðir og fisktegundir í fisklímsgerðina, s.s. afskurð, marning og kolmunna. Fyrri rannsóknir á Rf hafa sýnt að hægt er að búa til fisklím úr marningi, salti og vatni til að líma saman fiskbita og markmiðið er að nota þá þekkingu til að þróa endurmótaða /formaða fiskafurð.

Við endurmótun í fiskiðnaði í dag er notaður þrýstingur sem raskar eðlilegri vöðvabyggingu og maukar fiskinn. Hér er markmiðið að nýta fisklímið til að geta dregið úr þrýstingi við mótun og viðhalda/skapa eðlilega vöðvabyggingu í vörunni, sem er nýjung. Hinn kosturinn er gerð svokallaðra „gel- eða límblokka“ sem hugsanlega mætti nota sem bindiefni í framhaldsvinnslu á fiski.

Tilvísunarnúmer AVS: R 027-03

Verkefninu er lokið.

Frétt birtist um verkefnið 13. apríl 2007

AVS sjóðnum hafa borist þrjár stuttar skýrslur:

Framleiðsluferli, vörur og markaðir

Notkun fisklíms í formaða fiskbita

Fortilraunir með notkun fisklíms

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica