Listi

Kollagen úr fiskroði og aðrar aukaafurðir sjávarfangs

Verkefnisstjóri: Arnheiður Eyþórsdóttir

Verkefni til 3 ára

Upphæð styrks: 1.000.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2006

Samstarfsaðilar: Útgerðarfélag Akureyringa hf, Search Marine Technology (Brim)

Markmið verkefnisins: Verkefnið er til þriggja ára og meginmarkmið þess eru þrjú sem til samans beinast að því að byggja upp þekkingu á sjávarlíftækni og þróa, framleiða og markaðssetja verðmætar vörur úr aukaafurðum sjávarfangs á Íslandi:

1. Yfirfæra sérhæfða tækniþekkingu í kollagenvinnslu og sjávarlíftækni til íslensks fiskiðnaðar og vísindasamfélags og þróa áfram.
2. Styrkja framleiðslu HFC á Íslandi með áframhaldandi þróun vörunnar á verðmætari markaði (snyrtivöru- og lyfjamarkað) og finna leiðir til aukinnar hráefnisöflunar.
3. Finna og þróa verðmæta markaði fyrir aðrar aukaafurðir sjávarfangs samhliða vöru- og framleiðsluþróun. Langtímamarkmið er að byggja upp fleiri hagkvæmar framleiðslueiningar með hagnýtingar sjávarlíftækni á Íslandi.

 

Verkefninu er lokið, aðstæður breyttust mjög á vertímanum og er ekki um frekari vinnu í þessu verkefni að ræða.

Til baka Senda grein

header20


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica