Listi

Upptaka ólífrænna snefilefna í lífverur við NV-land

Verkefnisstjóri: Helga Gunnlaugsdóttir

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2003: 2.500.000 kr

Upphæð styrks 2005: 2.800.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Hafrannsóknastofnunin, Háskóli Íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að leita skýringa á sérstöðu NV-miða með tilliti til ólífrænna snefilefna, sérstakega kadmíns, í lífverum. Arnarfirði hefur verið lokað fyrir gjöfulum veiðum á hörpudiski (Chlamys islandica) þar sem styrkur kadmíns í vöðva hans mælist yfir þeim mörkum, sem Evrópusambandið hefur sett fyrir skelfisk og tóku gildi þann 5. april 2002 eða 1,0mg/kg votvigt (Commission Regulation (EC) No 466/2001 of 8 March 2001). Mikilvægt er að geta gert grein fyrir ástæðum þessarar hegðunar því ekkert bendir til annars en að um náttúrulegt ferli sé að ræða.  Það er talsvert þýðingarmikið fyrir m.a. ímynd íslensks sjávarfangs að geta gert grein fyrir hverju það sætir að loka þurfi veiðisvæðum vegna aðskotaefna.  Með slíkar upplýsingar að vopni er ekki ófyrirsýnju að ætla að unnt verði að hafa umtalsverð áhrif á hvar mörk fyrir snefilefni verði sett fyrir m.a. hörpudisk þegar 466/2001/ESB verður endurskoðuð en í reglugerðinni kemur fram að á grundvelli nýrra vísindalegra gagna og söfnun eftirlitsgagna, þá skuli reglugerðin endurskoðuð á fimm ára fresti og fyrir 5. apríl í fyrsta sinni.
Auk þessa er aðalmarkmiðs verkefnisins er ætlunin að verkefnið skili eftirfarandi:
i)  Gera kleift að túlka niðurstöður vöktunarverkefna þegar mæld eru ólífræn snefilefni í íslensku sjávarvistkerfi, t.d. AMSUM-vöktunarverkefnisins og við heilnæmisúttektir á skelfiskveiðisvæðum.
ii)  Þjálfun ungs vísindamanns í  rannsóknanámsverkefni við H.Í.

 

Verkefninu er lokið og má nálgast hér skýrslu verkefnisstjóra Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Nánari upplýsingar veitir Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri efnarannsókna hjá Matís ohf, s: 422 5000 eða netfang: helgag hjá matis.is

 

Til baka Senda grein

header2


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica