Listi

Kítósan

Verkefnisstjóri: Jóhannes Gíslason, johannes@primex.is

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks: 1.500.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2004

Markmið verkefnisins: Þetta verkefni er hluti af stærra samhengi þar sem fyrirtækið Primex ehf. vinnur með innlendum og erlendum vísindamönnum að greiningum og rannsóknum á gerð, eiginleikum og virkni mismunandi kítínefna. Í verkefninu verður unnið með vel skilgreindar kítófásykrur framleiddar hjá Primex en fyrri rannsóknir byggja margar á illa skilgreindum kítínafurðum. Verkefninu er ætlað að auka við þekkingu okkar á virkni kítófásykra á brjóskfrumur og þróa áfram aðferðafræði við rannsóknir á lífvirkni slíkra fásykra. Þessi þekkingaruppbygging er hugsuð sem liður í undirbúningi fyrir þáttöku íslenskra vísindamanna í áformuðu Evrópusamstarfi á þessu sviði.

Í verkefninu mun Primex framleiða kítófásykrur og einangra skilgreinda þætti úr þeim. Efnafræðileg samsetning fásykruþátta verður greind hjá samstarfsaðila Primex, prófessor Martin G. Peter við háskólann í Potsdam í Þýskalandi. Áhrif einstakra fásykruþátta á brjóskfrumur verða athuguð kerfisbundið með tilliti til vaxtarhraða, útlitseinkenna, efnaskipta og viðtaka frumanna sem koma þar við sögu. Markmiðið er að reyna að varpa ljósi á þá ferla sem koma við sögu í slitgigt og liðagigt.

Á allra síðustu árum hefur almennur áhugi vísindamanna á virkni og hlutverki kítófásykra í þroska, virkni og efnaskiptum ýmissa frumugerða farið ört vaxandi og er þess vænst að niðurstöður verkefnisins muni stuðla að auknum skilningi og áhuga á þessu rannsóknasviði. Jafnframt að niðurstöður muni hjálpa til við að renna stoðum undir markaðslegt gildi þeirra kítófásykra sem þegar eru framleiddar af Primex.

Tilvísunarnúmer AVS: R 035-03

Verkefninu lokið

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica