Listi
  • Sár af völdum Flexibacter sp.
    Sýkt seiði
    Seiði með sár af völdum Flexibacter sp.

Þorskeldi á Vestfjörðum, sjúkdómarannsóknir

Article

Verkefnisstjóri: Sigurður Helgason, siggih@hi.is

Verkefni til 3 ára

Upphæð styrks 2003: 2.000.000 kr

Upphæð styrks 2004: 3.400.000 kr

Upphæð styrks 2005: 1.900.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2006

Samstarfsaðilar: Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf, og Háafell ehf.

Markmið verkefnisins: Markmið rannsóknarinnar er að greina sjúkdómsvalda í eldinu og meta áhrif þeirra á heilsu fiskanna og afurðagæði:
Hver er smittíðni einstakra sjúkdómsvalda í nýveiddum villiseiðum ?
Hver verður smitmögnun í einstökum fiskum á eldistímanum?
Hver verður smitdreifing frá sýktum fiskum til ósýktra fiska ?
Hvaða áhrif hefur viðkomandi sýking á þrif (svo sem holdstuðul, vöxt, útlitsgæði, holdnýtingu) og afföll ?
Hvaða aðgerðum má beita gegn viðkomandi sjúkdómsvöldum ?

Á eldistímanum fengist samanburður á heilsufari seiðahópanna, sem gæfi vísbendingu um hugsanlegan mun á hagkvæmni þess að nota annars vegar villi- og hins vegar eldisseiði.

Mikilvægt er að greina jafnóðum þá sjúkdóma sem vart verður í þorskeldi strax á frumstigum þess hér, en það gæfi fljótt vísbendingu um hvert stefnir. Þær niðurstöður yrðu forsenda sjúkdómsvarna af ýmsu tagi, allt eftir eðli sjúkdóms

Tilvísunarnúmer AVS: R 016-04


Birt hefur verið vísindagrein um sníkjudýr í þorski hægt er að lesa "abstract" greinarinnar, en þeir sem vilja fá hana í heild sinni er beint á verkefnisstjóra verkefnisins.

Frétt birtist um verkefnið 22. júlí 2008

Skýrsla verkefnisstjóra: Þorskeldi á Vestfjörðum – sjúkdómarannsóknir, aftast í skýrslunni má sjá lista yfir birtingar sem tengjast verkefninu.

Verkefninu er lokið.

Til baka Senda grein

header8


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica