Listi

Forvarnir í fiskeldi

Verkefnisstjóri: Hélène L. Lauzon, helene@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 2.200.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2004

Samstarfsaðilar: Háskólinn á Akureyri, Tilraunastöð H. Í. Keldum, Hafrannsóknastofnun, Samstarfsverkefni um þorskeldi á Íslandi með áherslu á seiðaeldi og kynbætur, Fiskey ehf. og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að finna leiðir og þróa aðferðir til að bæta umhverfisþætti í fiskeldi, ekki síst á frumstigi eldisins, þ.e. frá klaki til loka lirfuskeiðs, en á því tímabili eru afföllin hvað mest.
Verkefnið mun stuðla að aukinni samkeppnishæfni og velgengi sjávardýraeldis á Íslandi og eiga sinn þátt í að tryggja hagkvæmni í greininni. Þetta verður gert með því að þróa og beita forvarnaraðgerðum til að stýra efna- og líffræðilegum þáttum í eldisumhverfi þorsks og lúðu og leita leiða til þess að auka lifun (lífslíkur) og stuðla að hraðari vexti lirfa.

Kynning niðurstaðna: Niðurstöður verkefnisins verða kynntar bæði á innlendum og erlendum vettvangi.

Þessi hluti verkefnisins var styrktur 2003, en síðan var sett upp stærra verkefni 2004, sjá nánar.

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica