Listi
  • Þorskseiði
    Þorskseiði

Ódýrir próteingjafar sem valkostur við hágæða fiskimjöl í þorskfóður

Article

Verkefnisstjóri: Jón Árnason, jon.arnason@laxa.is

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks: 1.947.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2004

Samstarfsaðilar: Fóðurverksmiðjan Laxá, Háskólinn á Akureyri, Hólaskóli og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Rannsökuð verða áhrif mismunandi prótein-hráefna á vöxt og heilbrigði ungra þorskseiða. Áhrifin verða skoðuð á því tímabili þegar fóðrað er hvað örast og seiðin vaxa hraðast (5-10 g seiði). Helstu hráefni sem prófuð verða eru mismunandi gæðaflokkar fiskimjöls,soyamjöl af ýmsum gerðum auk maiz-glutenmjöls og hveiti-glutenmjöls.

Fóðurkostnaður er stærsti einstaki kostnaðarþátturinn í framleiðslu á eldisþorski. Prótein er dýrasta næringarefnið í þorskfóðri og próteinverð er hæst í hágæða fiskimjöli. Til þess að hægt verði að lækka fóðurkostnað er mikilvægt að vita í hvaða mæli hægt er að nota ódýrari próteingjafa í stað hágæða fiskimjöls. Sem dæmi um hugsanlegan sparnað má nefna að lækkun fóðurverðs um 1% skilar u.þ.b. 0,6% lækkun framleiðslukostnaðar á þorski í eldi, en fóðurkostnaður er í dag u.þ.b. 60% af framleiðslukostnaði í þorskeldi. Niðurstöður verkefnisins munu m.a. nýtast framleiðendum þurrfóðurs fyrir þorsk og, ef vel tekst til, skila sér í lækkun framleiðslukostnaðar við eldi á þorski

Kynning niðurstaðna:

Niðurstöður, samantekt og helstu ályktanir verkefnisins verða kynntar fyrir AVS-nefnd og fiskeldihóp AVS. Niðurstöður verða jafnframt birtar í opinni skýrslu, á fundum og annars staðar þar sem ástæða þykir til að kynna verkefnið og niðurstöður þess. Niðurstöður munu jafnframt verða kynntar innan verkefnisins “Fóður fyrir þorsk” sem er samstarfsverkefni fyrirtækja og stofnana á Norðurlöndunum.

Tilvísunarnúmer AVS: F 031-03

 Verkefninu er lokið sjá frétt 27.10.2004

 Skýrsla verkefnisstjóra

Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica