Listi

Ný vinnslulína í flakavinnslu

Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka

Verkefnisstjóri: Emilía Martinsdóttir, emilia@rf.is

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2003: 2.000.000 kr

Upphæð styrks 2004: 2.500.000 kr

Upphafsár: 2003

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: Skaginn hf., HB hf á Akranesi, Tros hf í Sandgerði, Tangi hf á Vopnafirði, MATRA hf og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins: Skaginn hf hefur sótt um einkaleyfi á nýrri vinnslutækni við vinnslu ferskra og frystra flaka. Tæknin byggir á svonefndri roðkælingu fyrir roðflettingu og nýrri tækni við beinhreinsun. Rannsóknarverkefnið hefur það að markmiði að auka þekkingu á áhrifum vægrar frystingar á eðlis- og efnafræðilega þætti fiskholdsins og einnig að bera afurðir unnar með hinni nýju vinnslutækni saman við hefðbundnar afurðir.

Í verkefninu verða borin saman annars vegar fersk flök og hins vegar roðkæld flök með tilliti til nýtingar, gæða og geymsluþols. Rannsakað verður með skynmati, áferðarmælingum og myndgreiningu hvort "roðkæld" fersk flök eru ólík ófrystum flökum. Borin verða saman gæði og nýting hefðbundinna frystra flaka við "roðkæld flök " með tilliti til geymsluþols eftir þíðingu. Áhrif ástands hráefnis og meðferðar verða rannsökuð. Hluti af verkefninu er að fylgja eftir hönnun á nýjum vinnslubúnaði með tilliti til þrifa og hugsanlegs örveruvaxtar með skoðun á efnisvali við uppsetningu vinnslulínu.

Ávinningur rannsóknaverkefnisins er fólginn í aukinni þekkingu á áhrifum vægrar frystingar á eðlis og efnafræðilega þætti fiskholdsins. Þá fæst einnig nákvæm vitneskja, byggð á vísindalegum vinnubrögðum, á áhrifum nýrrar vinnslutækni við fullvinnslu á fiskflökum.

 Ysuflak eftir hefðbundna roðflettingu Ýsuflak eftir roðkælingu og roðflettingu 
 Ýsuflak eftir hefðbundna roðflettingu  Ýsuflak eftir roðkælingu og roðflettingu

Kynning niðurstaðna:  Allar niðurstöður rannsóknahluta verkefnisins verða opnar. Stefnt er á að birta í innlendu tímariti grein um hinar mismunandi niðurstöður, annars vegar um ófryst flök og hins vegar fryst flök.  Einnig er stefnt á vísindagrein um áhrif roðkælingar á fiskhold og skrifaðar verða vísndagreinar um geymsluspálíkön fyrir fersk flök.  Skaginn hf. hefur sótt um einkaleyfi á vinnsluaðferð sinni en niðurstöður rannsóknarverkefnisins verða opnar og öllum þátttakendum heimilar til notkunar og birtingar.

Tilvísunarnr. AVS: R 017-04 

Frétt birtist 24. ágúst 2005, sjá nánar, einnig sendi verkefnisstjóri frá sér fréttatilkynningu vegna verkefnisins, sjá nánar

Verkefninu er lokið og hefur verkefnisstjóri skilað inn tveimur skýrslum.

Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka. Skýrslan segir frá því áhrifum roðkælingar (ný vinnslulína frá Skaganum hf) á gæði og geymsluþol ferskra fiskflaka.

Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka - Map-pökkuð flök. Skýrslan segir frá því áhrifum roðkælingar á geymsluþol flaka, sem geymd eru í loftskiptum umbúðum.

 

Til baka Senda grein

header8


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica