Listi
  • Afskuður
    Afskurdur

Vannýtt prótein í frárennslisvatni frá fiskvinnslum

Verkefnisstjóri: Kristín Anna Þórarinsdóttir kristin@rf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 1.500.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2004

Samstarfsaðilar: Brim hf og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

Markmið verkefnisins:

Verkefnið er hugsað sem ákveðin forathugun á próteinum í frárennslisvatni sem leitt gæti til stærra og umfangsmeira rannsóknarverkefnis. Rannsaka á magn og eiginleika próteina í frárennslisvatni frá bolfiskvinnslum með hugsanlega nýtingu til manneldis í huga. Þessi hluti próteina hefur ekki verið nýttur hingað til og tapast því að fullu aftur út í umhverfið.

Fyrst og fremst verða framkvæmdar rannsóknir á því vatni sem kemur eftir flökun, roðflettingu og snyrtingu afurða. Lagt verður mat á möguleika einangrunar og nýtingar próteinanna m.t.t. arðsemi og tæknilegra eiginleika þeirra.

  • Gerð verður úttekt á búnaði til einangrunar á próteinum og hvað sé til staðar hér á landi.
  • Lagt verður mat á magn próteina úr frárennslisvatni frá móttöku, vélarsal (flökun, roðflettingu) og snyrtingu.
  • Ákvarðað verður hvar úr vinnslunni frárennslisvatn verður tekið til sértækari greininga. Gerðar verða mælingar á magni þurrefna og próteina í vatni, pH og örverufjölda.  Auk þess verða gerðar sértækari mælingar (rafdráttur og leysanleiki) á próteinunum til nánari greiningar á samsetningu þeirra, niðurbroti og eiginleikum.  
  • Lagt verður mat á hugsanlega nýtingu próteina í frárennslisvatni út frá eiginleikum þeirra og hver arðsemi af einangrun þeirra m.t.t. kostnaðar við uppsetningu einangrunarbúnaðar

Kynning niðurstaðna: Niðurstöður verkefnisins verða kynntar bæði á innlendum og erlendum vettvangi.

 Sambærilegt verkefni hefur fengið styrk hjá Tækniþróunarsjóði og verða niðurstöður birtar þegar því verkfni lýkur. þangað til er hægt að hafa samband við verkefnisstjóra til að fá upplýsingar um framvindu verkefnisins.

Tilvísunarnúmer AVS: R 014-03

 Frétt 11.04.2007

Verkefninu lokið, en nýtt verkefni af svipuðum toga er í vinnslu Nýting próteina úr frárennslisvatni frá fiskvinnslum

Skýrsla verkefnisstjóra

Til baka Senda grein

header8


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica