Lágmörkun á dánartíðni fyrir humar í geymslu til útflutningas á lifandi markað
Verkefnisstjóri: Guðrún Marteinsdóttir hjá Líffræðistofnun HÍ
Verkefni til 2 ára
Upphæð styrks 2010: 2.600.000 kr
Upphafsár: 2010
Áætlað lokaár: 2012
Unnið af: Líffræðistofnun HÍ og Vinnslustöðin hf
Markmið verkefnisins: Langur geymslutími á leturhumri fyrir flutning hefur áhrif á heilsu leturhumars og eykur dánartíðni (allt að 35%) og hefur þar með áhrif á framlegð veiða og vinnslu. Verkefninu er ætlað að að meta ástand humarsins með hliðsjón af næringarlegu ástandi og áhrif þess á lifun við langtíma geymslu (yfir fjórar vikur) og flutning. Markmiðið með verkefninu er að minnka dánartíðni niður í 5%.
Tilvísunarnúmer AVS: R 074-10