Gagnleg gerjun - framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi
Verkefnisstjóri: Ómar Bogason hjá Brimberg ehf
Verkefni til 2 ára
Upphæð styrks 2010: 7.500.000 kr
Upphafsár: 2010
Áætlað lokaár: 2012
Unnið af: Brimberg ehf, Matís ohf, Gullberg hf, Síldarvinnslan hf og Hokkaido Food Processing Research Center
Markmið verkefnisins: Innleiða á nýja framleiðsluaðferð og markaðssetja nýjar afurðir. Besta tegund uppsjávarfisks af Íslandsmiðum til framleiðslu fiskisósu verður fundin og brugðist við vaxandi gagnrýni á íslenskan sjávarútveg vegna bræðslu fisks . Japönsk þekking á gerjun sjávarfangs, þ.m.t. fisksósu verður nýtt til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg m.a. til að liðka fyrir markaðssetningu.
Tilvísunarnúmer AVS: R 057-10