Listi

Bestun á þíðingar- og ílagnarferli rækju til pillunar

Verkefnisstjóri: Þröstur Friðfinnsson hjá Dögun ehf

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2009: 5.400.000 kr

Upphafsár: 2009

Áætlað lokaár: 2011

Unnið af: Dögun ehf, Hólmadrangur ehf, Matís ohf

Markmið verkefnisins: Bæta rekstrargrundvöll rækjuiðnaðarins og samkeppnisstöðu íslenskrar rækjuvinnslu og samtímis styrkja greinina svo arðbært verði að hefja úthafsveiðar á rækju af Íslandsmiðum. Leiðir að markmiðinu er:

  • að afla þekkingar til að geta ferlastýrt vinnsluferli rækju með áherslu á nýtingu í vinnslurásinni, lágmarka þau efni sem skolast úr hráefninu og að hámarka gæði afurða.
  • að besta vinnsluferla á fyrstu stigum rækjuframleiðslu, með tilliti til nýtingar, gæða og auðveldleika pillunar.
  • að greina mikilvægustu þætti til stýringar á þíðingarferli og ílagnarferli og hvort og þá með hvaða hætti þessir tveir ferlar ættu að skarast.
  • könnun á möguleikum endurnotkunar á vökva úr lageringstönkum og hugsanleg úrvinnsla úrleystra efna úr vökvanum.

Tilvísunarnúmer AVS: R 086-09Til baka Senda grein

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica