Listi
  • Braudadur_fiskur
    Braudadur_fiskur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur

Verkefnisstjóri: Sigurjón Bjarnason hjá Festarhaldi ehf

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks 2009: 4.400.000 kr

Upphafsár: 2009

Áætlað lokaár: 2010

Unnið af: Festarhald ehf, Matís ohf

Markmið verkefnisins: Nýta ufsa í tilbúnar fiskafurðir fyrir markaði í Evrópu og á Íslandi. Það verður gert með því að setja upp fullkomna vinnslulínu fyrir formun, hjúpun, djúpsteikingu eða hitun, lausfrystingu og pökkun og þróa vörulínur af tilbúnum fiskvörum í samvinnu við kaupendur. Markmið verkefnisins er að þróa vörulínu af tilbúnum fiskréttum úr íslensku aukahráefni.

Tilvísunarmúmer AVS: R 075-09


AVS verkefninu Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur er nú lokið. Verkefnið snérist um þróavörulínu af tilbúnum fiskréttum úr ufsa fyrir markað í Evrópu og á Íslandi.

Nánast allur ufsi veiddur við Ísland er fluttur út lítið unninn, einkum til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er hann að miklu leyti unninn áfram í neytendavörur sem hefur töluverðavirðisaukningu í för með sér. Mikilvægt er að kanna leiðir til að auka verðmæti þess ufsa sem fluttur er út. Með því að vinna ufsann að fullu eða að mestu leyti í neytendavörur hér á Íslandi kemur hærra hlutfall virðisaukningarinnar í hlut innlendra aðila. Ýmsar leiðir eru tilvirðisaukningar ufsa. Í verkefninu var áhersla lögð á aðferðir til brauðunar sem hefur lengi verið ein algengasta vinnsluaðferð á íslenskum ufsa erlendis. Niðurstöður tilrauna gáfu tilkynna að þær vörur sem voru þróaðar voru að ásættanlegum gæðum og líklegar til að uppfyllakröfur markaðarins.

Nánari upplýsingar um verkefnið má fá hjá Sigurjóni Bjarnasyni, sau@simnet.is

Skýrsla: Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur

Til baka Senda grein

header8


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica