Listi

Áhrif þorskeldis á villta stofna: samkeppni um svæði og fæðu

Verkefnisstjóri: Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2008: 1.000.000 kr

Upphæð styrks 2009: 3.000.000 kr

Upphafsár: 2008

Áætlað lokaár: 2010

Unnið af: Rannsókna og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum, Hafrannsóknastofnun, Náttúrustofa Vestfjarða, Háskóli Íslands

Markmið verkefnisins: Að kanna möguleg samkeppnisáhrif vegna eldisþorska eða seiða af eldisuppruna á villt þorskseiði og uppeldisstöðvar þorskseiða. Áhrif stærðar, eldisumhverfis og mögulegra arfgengra breytinga á atferli verða skoðaðar sérstaklega.

Tilvísunarnúmer AVS: R 041-08

Upplýsingar um afrakstur verkefnisins veitir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir

Helstu niðurstöður:

Vegna mismunandi umhverfis er hegðun eldisfiska oft önnur er villts fisks. Þessi áhrif hafa hvað mest verið rannsökuð hjá laxi þar sem sýnt hefur verið að hæfni eldisfisks er minni en villts fisks í náttúrunni. Þessi áhrif koma m.a. fram í samkeppni um búsvæði, samkeppni um maka og lifun afkvæma. Á uppeldisstöðvum þorskseiða er mikil samkeppni um búsvæði og fæðu og það verða mikil afföll af seiðum. Auki sleppifiskur úr þorskeldi á þessi afföll getur það haft neikvæð áhrif á villta þorskstofninn. Verkefnið “Áhrif þorskeldis á villta stofna: samkeppni um fæði og svæði” var styrkt af AVS Rannsóknasjóði til tveggja ára, 2008-2009 og hefur nú verið lokið. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þorskseiði af eldisuppruna sýndu annað atferli og viðbrögð við umhverfisþáttum en villt þorskseiði og hvort að þessar breytingar væru líklegar til að hafa áhrif á samkeppni seiðanna í náttúrunni.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að villt seiði höfðu betur í beinni samkeppni um svæði. Í tilraunum með mismunandi áhrif umhverfis á villt og eldisseiði voru samsetningar af þrenns konar breytum prófaðar, botngerð, samkeppni við eldra seiði og návist afræningja. Niðurstöðurnar sýndu á afgerandi hátt að seiði af eldisuppruna bregðast lítið við breytingum í umhverfi. Það má því leiða líkur að því að þau sé líklegri til að verða undir í samkeppni, velja lakari svæði og verða afræningum að bráð. Þrátt fyrir að í þessu verkefni hafi sjónum fyrst og fremst verið beint að mögulegum samskiptum villtra seiða og seiða sem sleppa úr eldi hafa niðurstöðurnar einnig almennari þýðingu fyrir aleldi á þorski. Það kom í ljós að við eldisaðstæður missa þorskseiði náttúrulega hæfni til að bregðast við umhverfisbreytileika. Þetta hefur töluverða þýðingu við núverandi eldisaðstæður í þorskeldi þar sem umtalsverðar breytingar verða á umhverfi eldisseiða við útsetningu í sjókvíar, með tilheyrandi afföllum. Niðurstöðurnar vekja því upp spurningar um hvort auka mætti hæfni eldisseiða með breyttu umhverfi í klak og landstöð og stuðla þannig að betri lifun í sjó.

Niðurstöður verkefnisins hafa leitt til handrita að tveimur greinum en verkefnið var unnið sem hluti af MSc verkefni Panagiotis Theodorou sem útskrifast frá Háskóla Íslands í september 2010.Til baka Senda grein

header12


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica