Listi

Hollustuefni í íslensku sjávarfangi

Verkefnisstjóri: Guðjón Atli Auðunsson

Verkefni til 3 ára

Upphæð styrks 2007: 5.000.000 kr

Upphæð styrks 2008: 7.400.000 kr

Upphafsár: 2007

Áætlað lokaár: 2010

Unnið af: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Iceland Seafood, SH-Þjónusta, MarkMar ehf

Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að útbúa tæki fyrir þá er vinna að markaðsmálum íslenskra sjávarafurða. Í þessum tilgangi verður aflað nauðsynlegra grunnupplýsinga um hollustuefni í helstu sjávarafurðum Íslendinga. Um fimm meginflokka efna er að ræða: vítamín, steinefni, andoxunarvirk efni, fitusýrur og amínósýrur. Þessar upplýsingar verða skráðar í gagnagrunna um íslensk matvæli og sem kynningarefni fyrir hagsmunaaðila en nánast engar upplýsingar liggja fyrir um þessi hollustuefni. Slíkar upplýsingar eru forsenda þess að unnt sé að uppfylla kröfur um vörumerkingar, upplýsa kaupendur og neytendur um innihald/hollustu sjávarfangs, meta áhrif vinnslu og geymslu, og ekki síst til að gera heildstætt mat á heilnæmi afurðanna.

Tilvísunarnúmer AVS: R 074-07Til baka Senda grein

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica