Listi

Rannsókir á getu Pensíms úr þorski til að sótthreins húð sem sýkt er með fuglaflensuveiru af stofni H5N1.

Verkefnisstjóri: Jón Bragi Bjarnson

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks 2007: 1.000.000 kr

Upphafsár: 2007

Áætlað lokaár: 2008

Unnið af: Ensímtækni ehf.

Markmið verkefnisins:

Meginmarkmið verkefnisins er að fá úr því skorið með forklíniskum rannsóknum hjá alþjóðlega viðurkenndri rannsóknarstofnun í veirufræðum hvort Pensím formúlering, blanda sem inniheldur trypsín úr þorski, getur drepið fuglaflensuveiru og sótthreinsað húð sem sýkt hefur verið með inflúensuveriu af H5N1 stofni.

Með styrk frá AVS rannsóknasjóði hefur verið sýnt fram á að Pensím eyðir fuglaflensuveiru með drápsmætti sem nemur 99% veirunnar á 5 mínútum í mæliglasi í mælikerfi Retroscreen Virology við læknadeild háskólans í London. Eðilegt framhald þessara rannsókna og jákvæðu niðurstaðna eru mælingar á getu Pensímlausnar (lausnarblöndu trypsíns úr þorski) til að sótthreinsa húð (líklega svínshúð) sem sýkt hefur verið með inflúensuveriu af H5N1 stofni.

Tilvísunarnúmer AVS: R 066-07

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica