Listi
  • Gegnumlyst_flak
    Gegnumlyst_flak

Gallagreining - galla- og gæðaeftirlit roðkældra fiskflaka með klumbu

Verkefnisstjóri: Ingólfur Árnason

Verkefni til 3 ára

Upphæð styrks 2007: 3.000.000 kr

Upphafsár: 2007

Áætlað lokaár: 2010

Unnið af: Skaginn hf, Matís ohf og Festi Fiskvinnsla ehf

Markmið verkefnisins:

Markmið verkefnisins er að byggja nýja tækni ofan á núverandi verkefni ”Beingarðs- og flakaskurður með háþrýsti-vatnsskurði (vatnsskurðarverkefni)”. Nýja tæknin tekur til galla- og gæðagreiningar fiskflaka og leiðir til bættrar afurðaskiptingar og frekari fækkunar starfa.

Tilvísunarnúmer AVS: R 058-07

Fréttatilkynning verkefnisstjóra:

Verkefninu Gallagreining – galla og gæðaeftirlit roðkældra fiskflaka með klumbu er nú formlega lokið. Markmið verkefnisins var að byggja nýja tækni ofan á verkefnið Beingarðs- og flakaskurður með háþrýstivatnsskurði, sem einnig var styrkt af Tækniþróunarsjóði. Sú tækni sem þróuð var í verkefninu tekur til galla- og gæðagreiningar fiskflaka og leiðir til bættrar afurðaskiptingar ásamt því sem umtalsverður vinnusparnaður fæst með beitingu tækninnar.

Í meginatriðum byggir tæknin á því að flök koma til beingarðs- og flakaskurðar ósnyrt frá flökunarvél að skönnunartæki sem staðsetur galla flaksins, auk beingarðs, með tilliti til skurðar. Því næst er beingarðs- og flakaskurður framkvæmdur á flökum með klumbu. Vatnsskurður sker þunnildi með klumbu frá flakinu byggt á gallagreiningu. Samfara því eru gallar fjarlægðir úr flakinu með sjálfvirkum hætti. Eftir roðdrátt eru flakastykkin svo aðskilin og send í hefðbundna bitaskurðarvél. Eftir bitaskurð fara flökin í gegnum nýjan gæðaskanna, sem greinir orma, blóð og bein. Skanninn sendir svo gallaða bita í eftirsnyrtingu, en gallalausa beint í vigtun og samval.

Sýnt var fram á í verkefninu að mögulegt er að smíða búnað sem greinir galla í flökum og flokkar þá eftir tegundum og staðsetningu. Þó svo að allir hlutar búnaðarins virki eins og til er ætlast hefur samþætting einstakra hluta reynst erfiðari vegna mjög svo breytilegra eiginleika þorskflaka. Í verkefninu kom í ljós hversu mikill breytileiki er milli þeirra þorskstofna sem eru við Íslands­strendur. Flækjustig verkefnisins jókst töluvert þegar kom í ljós að tækið þurfti að geta borið kennsl á mismunandi þorskstofna, með tilliti til legu beingarðs, útlits og annarra eiginleika sem oft eru ekki greinilegir út frá einfaldri skoðun. Þannig gafst ekki tími til að ljúka við samhæft tæki sem réði við þann breytileika hráefnis sem er algengur í daglegum rekstri fiskvinnslu.

Töluvert hefur þó áunnist í verkefninu. Búið er að safna gögnum til auðvelda framhaldsvinnu við útfærslu á hugmyndinni. Þannig er búið að leggja grunninn að hönnun og smíði búnaðar sem gæti verið lausn við greiningu og ákvarðanatöku um vinnslu flaka og flakabita. Þá hefur Skaginn hf. einnig fengið einkaleyfi á hugmyndinni, sem sýnir að búnaðurinn er hvergi annars staðar í notkun í heiminum.

Til baka Senda grein

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica