Listi

Lágmörkun olíunotkunar fiskiskips við togveiðar og siglingu

Verkefnisstjóri: Jón Ágúst Þorsteinsson jat@marorka.is

Verkefni til 3 ára

Upphæð styrks 2006: 6.000.000 kr

Upphæð styrks 2007: 6.000.000 kr

Upphæð styrks 2008: 6.000.000 kr

Upphafsár: 2006

Áætlað lokaár: 2009

Unnið af: Marorka ehf,

Markmið verkefnisins:

Markmið verkefnisins er að þróa aðferðafræði og kerfi til að sem gerir það að verkum að hægt er að lágmarka kostnað við að sigla fiskiskipi á milli svæða og í og úr höfn.

Einnig er það markmið verkefnisins að þróa aðferðafræði og búnað til að lágmarka olíunotkun við togveiðar.

Í samstarfi við aðra aðila fékk Marorka styrk til að þróa aðferðafræði við að besta siglingarleið skips “hagkvæmasta siglingarleið fiskiskips”. Þetta samstarfsverkefni hefur þróast þannig að meiri áhugi er fyrir verkefninu hjá útgerðunum en upphaflega var gert ráð fyrir. Þessi áhugi hefur beinst að því að þróa á grundvelli fyrra verkefnisins búnað sem getur tekið tillit til þeirra þátta sem þar voru rannsakaðir ásamt straumhraða á yfirborði sjávar og straumhraða í gegnum trollið. Einnig vilja útgerðir gera sér betur grein fyrir veðurhorfum og þá sérstaklega ölduhæð á veiðisvæði þannig að hægt sé að spá fyrir um kostnað við veiðar á mismunandi stöðum.


Marorka hefur hafið vinnu við að þróa viðbótareiningu sem finnur hagkvæmustu siglingarleið skipa. Hefur þessi eining fengið vinnuheitið Maren Pathfinder. Þessi eining mun nýta veður- og sjólagsspágögn samtímis mælingum frá orkukerfum til að finna hagkvæmustu siglingarleið. Ætlunin er að Pathfinder muni einnig nýtast til að ákvarða bestu veiðisvæði og togslóðir togveiðiskipa útfrá straumhraða, straumstefnu og fleira. Áætlað er að Pathfinder verkefninu ljúki 2009.

Tilvísunarnúmer AVS: R 020-06

Til baka Senda grein

header12


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica