Listi

Nýting próteina úr frárennslisvatni frá fiskvinnslum

Verkefnisstjóri: Ágúst Torfi Hauksson ath@brimhf.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks 2006: 4.200.000 kr

Upphafsár: 2006

Áætlað lokaár: 2007

Samstarfsaðilar: Brim hf og Matís ohf

Markmið verkefnisins: Verkefnið mun skila tillögum að ferlum til einangrunar á próteinum úr fárennsli, próteinum til beinnar nýtingar í aðrar afurðir og hráefni til þróunar á próteinafurðum. Samtímis fæst hreinna frárennslisvatn.

Kanna á notkunarmöguleika próteinanna út frá öryggi og tæknilegum eiginleikum þeirra og meta áhrif geymsluaðferða á eiginleika þeirra. Mikið nýnæmi er fólgið í nýtingu fiskpróteina úr frárennslisvatni sem fellur til við landvinnslu en að öllu jöfnu eru próteinin nýtt í fóður eða þau tapast út í umhverfið.

Verkefnið mun stuðla að hreinni framleiðslutækni, auka verðmæti þess afla sem berst að landi og stuðla að þróun á tæknilegum íblöndunarefnum úr vannýttu hráefni.

Nálgast má upplýsingar úr tengdu verkefni "Vannýtt prótein í frárennslisvatni frá fiskvinnslum"

Frétt birtist 29. maí 2008

Verkefninu er lokiðTil baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica