Listi

Nýting Sæbjúgna: Fjölgun veiðisvæða og áframhaldandi markaðssókn og þróun íslenskra sæbjúgnaafurða

Verkefnisstjóri: Kári P. Ólafsson kari@reykofninn.com

Verkefni til 1 árs.

Upphæð styrks: 6.000.000 kr

Upphafsár: 2006

Áætlað lokaár: 2007

Fyrirtæki: Reykofninn-Grundarfirði ehf


Markmið verkefnisins:

Á undanförnum árum hefur Reykofninum-Grundarfirði ehf sýnt fram á að unnt sé að nýta sæbjúgu hér við land á arðbæran hátt. Það sem haldið hefur aftur af framrás fyrirtækisins (f. utan sterkt gengi Ísl. krónunnar) er óstöðug hráefnisöflun og hræðsla við að gernýta þau veiðisvæði sem fundist hafa til að útrýma þeim ekki.
Markmið þessa verkefnis er að finna fleiri gjöful veiðisvæði umhverfis landið sem gefa jafn vel og veiðisvæði í Aðalvík.  
Markmið er einnig að vélvæða vinnsluna að hluta, með áframhaldandi þróun og viðbótarsmíði á frumgerð skurðarvélar fyrir sæbjúgu sem nú þegar hefur verið smíðuð.  Það verkefni hefur verið í gangi hjá félaginu um nokkurt skeið, en fullnægjandi árangur hefur ekki náðst.Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica