Listi
  • Saltfiskur í fiskborði
    Saltfiskur í fiskborði

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks

Verkefnisstjóri: Kristín Anna Þórarinsdóttir kristin hjá matis.is

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2005: 5.900.000 kr

Upphæð styrks 2006: 6.000.000 kr

Upphafsár: 2005

Áætlað lokaár: 2007

Samstarfsaðilar: Matís ohf, Þorbjörn Fiskanes hf og Vísir hf

Markmið verkefnisins:

Markmið verkefnisins er að auka arðsemi saltfiskverkunar með því að bæta nýtingu og gæði.

Meta áhrif nýrra kæliaðferða um borð og mismunandi verkunarferla á gæði og nýtingu saltfisks, ásamt greiningu á skráðum gögnum sem til eru í dag.

Koma á eldri og nýrri þekkingu í framleiðsluleiðbeiningar fyrir iðnaðinn með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnishæfni og arðsemi saltfiskverkunar.

Því má ná með bættri meðhöndlun á afla og hráefni sem nýtt er til verkunar og með endurbótum og nýjungum í verkunarferlum. Gerðar verða tilraunir með kælingu á hráefni, formeðhöndlun fyrir vinnslu og forverkun. Formeðhöndlun og forverkun munu fela í sér sprautun og/eða lageringu þar sem notkun salta, próteina og ensíma verður beitt til að bæta vinnslu- og verkunareiginleika, draga úr losi, auka nýtingu og bæta gæði.

Tilvísunarnúmer AVS: R 042-05

Frétt birtist um verkefnið 30.10.2006

Frétt birtist um verkefnið 01.10.2007

Skýrslur:

Áhrif kælingar eftir veið á nýtingu og gæði

Formeðhöndlun fyrir verkun

Áhrif fiskpróteina á verkunareiginleika

Áhrif mismunandi söltunaraðferða á verkun þorskflaka

Áhrif kælingar eftir veiði á nýtingu

Áhrif mismunandi söltunaraðferða við verkun á flöttum fiski

Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Áhrif kælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks

Verkefninu er lokið og veitir verkefnisstjóri verkefnisins nánari upplýsingar um verkefnið

S: 422 5081

Til baka Senda grein

header1


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica