Listi

Hagkvæmasta siglingarleið fiskiskips

Verkefnisstjóri: Jón Ágúst Þorsteinsson jat@marorka.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 4.000.000 kr

Upphafsár: 2005

Áætlað lokaár: 2006

Samstarfsaðilar: Marorka ehf, HB-Grandi hf, Háskóli Íslands og VSÓ Ráðgjöf

Markmið verkefnisins:

Að þróa aðferðarfræði sem aðstoðar skipstjórnarmenn við að velja hagkvæmustu siglingarleið fiskiskips. Í dag er siglingatölva eða "plotter" notuð til að teikna þá leið sem skipið á að sigla og á hvaða hraða. Leiðin sem valin er þarf þó ekki að vera heppilegust út frá öllum rekstrarþáttum skipsins.

Á heimstími getur til að mynda óvissa um löndunartíma valdið því að hagkvæmasti ferðahraði skipsins er ekki valinn og olíukostnaður verður of mikill.

Tilgangur verkefnisins er því að þróa aðferðarfræði sem tekur til allra rekstrarþátta sem hafa áhrif á val siglingarleiðar, leggur til hagkvæmar siglingaleiðir og gerir skipstjórnarmönnum og útgerð kleift að vega og meta siglingarleiðir út frá fleiri þáttum en stystu leið.

Val á löndunarhöfn er til dæmis hægt að gera út frá aflaverðmætum um borð, mati á gæðarýrnun afla, veðurfarsupplýsingum og olíukostnaði. Það er mat Marorku að útgerðin geti búist við talsverðum ávinningi af innleiðingu búnaðar sem byggir á aðferðarfræði sem þessari, bæði í formi aukinnar upplýsingagjafar sem og minni rekstrarkostnaðar.

Tivísunarnúmer AVS: R 028-05Frétt birtist um verkefni 8. september 2006

Verkefninu er lokið og er unnið að áframhaldi þróun kerfisins í nýju verkefni styrktu af AVS

Til baka Senda grein

header16


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica