Listi
  • Saltfiskur í bakka
    Saltfiskur í bakka

Notkun fiskpróteina í flakavinnslu

Verkefnisstjóri: Guðjón Þorkelsson, gudjont@rf.is

Verkefni til 2 ára

Upphæð styrks 2005: 5.900.000 kr

Upphæð styrks 2006: 6.000.000 kr

Upphafsár: 2005

Áætlað lokaár: 2007

Samstarfsaðilar: Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Samherji hf og Vísir hf

Markmið verkefnisins:

Meginmarkmið verkefnisins er að auka verðmæti afskurðar sem til fellur við fiskvinnslu og hráefnis sem nýtt hefur verið í verðminni afurðir, s.s. uppsjávarfisks.

Meta á tæknilega eiginleika fiskpróteina sem einangruð eða unnin hafa verið á mismunandi hátt. Matið fer fram eftir að próteinunum hefur verið sprautað í flök eða flakabita.

Tilgangurinn er að geta notað próteinafurðir sem náttúruleg hjálparefni til að bæta stöðugleika og nýtingu afurða.

Vinnsla eða einangrun fiskpróteina er í þróun í öðrum verkefnum en markmiðið er að prófa tæknilega eiginleika þeirra í flökum í þessu verkefni. Nauðsynlegt er að þessir þættir fylgist að þannig að gagnvirkt flæði upplýsinga sé á milli þróunarhlutans og hagnýta hlutans, þ.e. við notkun próteina í afurðir.

Verðmætaaukning við að bæta próteinum í fiskvöðvann er tvíþætt, annars vegar eru próteinin verðmætari þegar þau eru komin í verðmeiri afurðir. Hins vegar geta þau einnig aukið vatnsbindieiginleika fiskvöðvans og þar með nýtingu afurða.

Tilvísunarnúmer AVS: R 027-05

Frétt birtist um verkefnið 24.10.2006.

Skilað hefur verið skýrslu um merkingar fiskafurða.

Frétt birtist um verkefnið 13.09.2007

Skýrsla: Einagruð og vatnsrofin keiluprótein

Verkefninu er lokið og gefur Kristín Anna Þórarinsdóttir hjá Matís ohf nánari upplýsingar

Sími: 422 5081

Til baka Senda grein

header7


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica