-
Þorskhnakkar með roði
Framleiðsla á vöðvapróteinum úr fiski til innsprautunar í fiskflök, bita og bitablokk
Verkefnisstjóri: Ragnar Jóhannsson, ragnar@rf.is
Verkefni til 2 ára
Upphæð styrks: 5.900.000 kr
Upphafsár: 2005
Áætlað lokaár: 2007
Samstarfsaðilar: Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, HB-Grandi hf, Silungur ehf og Klaki stálsmiðja hf
Markmið verkefnisins:
Yfirmarkmið verkefnisins er að auka verðmæti kolmunna og afskurðs í bolfiski með nýjum framleiðsluferli á blautum vöðvamassapróteinum til notkunar í bolfisksvinnslu.
Bein framleiðslumarkmið eru:
- að hanna framleiðsluferil fyrir vöðvamassaprótein úr kolmunna til innsprautunar/íblöndunar í flök, flakabita og afskurð.
- að hanna framleiðsluferil fyrir vöðvamassaprótein úr afskurði og gölluðum flökum til innsprautunar/íblöndunar í flök, flakabita, afskurð sömu fisktegundar.
- að hanna framleiðsluferil sem nýtir beingarða úr flökunarvélum til framleiðslu á vöðvamassapróteinum til innsprautunar í flök og flakabita.
Tilvísunarnúmer AVS: R 019-05
Frétt birtist um verkefnið 1.nóvember 2007
Verkefninu er lokið og er hægt að fá nánari upplýsingar um verkefnið hjá verkefnisstjóra