Listi
  • Laxsildar
    Laxsildar

Tilraunaveiðar á laxsíld og öðrum tegundum miðsjávarfisks.

Verkefnisstjóri: Gunnþór Ingvason, gunnthor@svn.is

Verkefni til 1 árs

Upphæð styrks: 5.000.000 kr

Upphafsár: 2005

Áætlað lokaár: 2006

Samstarfsaðilar: Síldarvinnslan hf, Hampiðjan hf, Hafrannsóknastofnun og LÍÚ

Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að ná góðum tökum á veiðum á laxsíld og öðrum miðsjávartegundum þannig að veiðarnar geti orðið arðbærar.

Til þess að svo geti orðið þarf að þróa og prófa veiðarfæri og finna bestu veiðisvæði og árstíma m.t.t aflamagns svo að veiðarnar geti orðið hagkvæmar. Einnig þarf að afla frekari upplýsinga um efnainnihald og vinnslueiginleika aflans. Um er að ræða rannsóknir á útbreiðslu og þéttleika miðsjávarfiska á mismunandi árstíma og kerfisbundnar tilraunir með veiðar á miðsjávartegundum.

Í þeim verkþætti sem nú er sótt um styrk til á að þróa veiðarfæri sem hentugt er til veiðanna og má síðan í framhaldinu nota til að leita að miðsjávarfiskum í veiðanlegu magni og finna hentugasta árstíma og veiðisvæði .Í seinni verkþáttum verkefnisins er ætlunin að gera út skip til leitar og veiða í samtals 45 daga á ári í þrjú ár.

Tilvísunarnúmer AVS: R 010-05

Frétt birtist um verkefnið 30.08.2007

Verkefninu er lokið og nánari upplýsingar er hægt að fá hjá verkefnisstjóra verkefnisins.

Skýrsla verkefnisinsTil baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica